Jóhann Diego   Prenta  Senda 

Jóhann Diego

Ég er einn af þessum Diegoum og í dag gengst ég almennt við nafninu Jóhann Diego. Þannig stytt finnst mér það þjálla í daglegri notkun. Fullu nafni heiti ég Jóhann Pétur Diego Arnórsson og er það þannig skráð í þjóðskrá. Ég er fæddur í hermannabragga úti á Reykjavíkurflugvelli 13. desember 1949. Þar ólst ég upp til þriggja ára aldurs, því á afmælisdaginn minn 1952 flutti ég og öll fjölskylda mín í nýbyggt hús að Hæðargarði 44 í Reykhavík. Sá staður er í Bústaðahverfinu og bjó ég þar allt til er ég hleypti heimdragann árið 1972.

Faðir minn var Arnór Kristján Hjálmarsson, yfirflugumferðastjóri á Reykjavíkurflugvelli. Oftast kallaður Nóri í turninum. Sonur Hjálmars Jónssonar og Halldóru Friðgerðar Sigurðardóttur, hjóna á Steinhólum við Kleppsveg í Reykjavík. 


Móðir mín var Guðfinna Vilhjálmsdóttir frá Ísafirði. Hún var dóttir Vilhjálms Jónssonar bæjarpósts og Sesselju Sveinbjörnsdóttur, hjóna á Sigurhæðum við Urðarveg á Ísafirði.

Þann 1. september 1973 gekk ég að eiga Maríu Jenný Jónasdóttur fyrir eginkonu. Hún er fæddi á Siglufirði 1. nóvember 1945. Jenný, eins og hún kýs að vera kölluð, er dóttir hjónanna Jónasar Halldórssonar skipasmiðs frá Bolungarvík og konu hans Clöru Jennýar Sigurðardóttur, frá Melum í Árneshreppi á Ströndum.

Við eigum tvö börn. 1) Markús Már Diego Jóhannsson, fæddur 28. janúar 1974. Hann er kvæntur "Amy", Judong Wei Diego, f. 29. maí 1983 í Kína. 2) Barbara Rut Diego Jóhannsdóttir, fædd 18. mars 1983.

 

 


Um Diego.is Ættartré Myndir Hafa samband